Já ég hélt það að minnsta kosti þar til að það fór að snjóa á ný..
En það er allt gott og blessað börnin góð, því að það er að koma árshátíð og ég veit í hverju ég ætla að vera í .... já hún Kristín (sem er ég, ef það hefur farið fram hjá ykkur) er löngu búin að ákveða í hverju hún ætlar að vera í. Það var ákveðið um leið og ég fékk þennan dýrindis kjól í hendurnar. Og til að halda aðeins áfram með kjólinn þá er hann keyptur í KVK.
En nóg um mig og minn flotta rauða kjól..
Hann Palli oft kenndur við Pál Óskar kíkti í heimsókn í vinnuna til okkar og söng nokkur lög í kaffigarðinum, svo kom hann yfir til okkar og allir í fyrirtækinu fengu disk sem hann áritaði, og sagði okkur að læra hann utan af fyrir árshátíðina þar sem að hann mun skemmta, en ég læt Júlíu læra hann utan að fyrir mig þar sem ég gaf henni hann.
En ég var að hugsa um að tala um sumrið sem ég hélt að væri að koma, en því oftar sem ég nefni orðið sumar þá versnar veðrið alltaf, þannig að það er enn bullandi vetur..
En eins og allir vita þá er ég byrjuð í ræktinni.. já ég er farin að hreyfa mig og gengur bara nokkuð vel, það er smá átak í gangi eða keppni réttara sagt í gangi fyrir árshátíðina..og auðvitað stenst ég aldrei svoleiðis áskoranir... :)
miðvikudagur, febrúar 27, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli