föstudagur, febrúar 15, 2008

Föstudagur ..ef ég ætti bara eina ósk

þá væri það að það yrðu 36 tímar í sólahring...

En þessi vika er búin að vera rosaleg, og ég var ekki alveg tilbúin fyrir föstudaginn verð ég að segja..en ef við tökum þetta dag frá Degi (ég meira að segja talaði við Dag)

Mánudagur : ég fór í vinnu, eins og svo oft áður. Eftir vinnu fór ég heim eins og svo oft áður, síðar um kvöldið fórum við Fríða í smá menningarfíling og skelltum okkur á tónleika, eða réttara sagt við fórum í Langholtskirkju á Brúðkaups Fígarós í flutningi nemenda Söngskóla Reykjavíkur.. og þetta var rosalega rosalega flott hjá þeim

Þriðjudagur : vinna... heim.... upp á vinnustofu og var þar i nokkra tíma

Miðvikudagur : vinna ...heim...og ég held að ég hafi bara haldið mig þar

Fimmtudagur : vinna.....heim... æfing (já Kristín fór og hitti Björn í Sporthúsinu)

Föstudagur : vinna ....heim... keyra út klósettpappír (fólk verður nú að geta gert þarfir sínar) og svo 10:30 í bíó

Laugardagur : ekki vinna.... barnaafmæli ...vinnustofa....vinnustofudjamm

Sunnudagur : er að hugsa um að taka því bara rólega.


Eigi þið bara góða helgi.....

Engin ummæli: