fimmtudagur, apríl 03, 2008
Allt búið að vera að gerast
Hægt er að skoða nokkrar myndir af skvísunni á myndasíðunni mini "verkin mín og ....."
já nú er margt til að skrifa um enda langt síðan síðast.. síðast var talað um árshátíð.. uss uss
En páskarnir búnir, ég fór austur og var í slökun og hestastússi um páskana.
Svo voru lauk páskum og vinnan hófst að nýju og þannig er þetta búið að vera að undanförnu.
Ég kíkti upp á vinnustofu á laugardaginn og rústaði á mér höndunum eftir að hafa verið að strekkja á nokkra blindramma...
Svo kom sólin og ég hélt í sakleysi mínu að það væri að koma sumar.. nei nei ég var sko látin vita það að það væri bara mín heimska að halda það, enda kom snjór daginn eftir..
En svo er að koma helgi núna og nóg að gera... á morgun er bjórkvöld hjá söluverinu á Dillon og það er rautt þema.. nei það var nú reyndar hún Halla sem sá kom með þá hugmynd ekki ég..
Svo á laugardaginn þá förum við nokkur saman listamenn og grafískir hönnuðir sem stunduðum nám í þeim merka skóla Myndlistarskólanum á Akureyri á Tapas bar að borða. Þetta verður mögnuð helgi
Já svo við höldum áfram að fara úr einu í annað... okey ég er loksins ánægð með íslendinga, við kunnum alveg að mótmæla ef okkur langar og það hefur sýnt sig undanfarna daga og ég er svo ánægð og ég skil ekki alveg eitt... sumir hefðu viljað að þeir myndu fara aðrar leiðir í þessu .. það er búið að reyna aðrar leiðir, stundum verður bara að grípa til aðgerða.. halló þegar allt er að fara til fjandans hérna þá skreppur kella og kall með einkaþotu út í heim og ríkissjóður situr sem fastast á sínu gulli sem byggist upp í hvert sinn sem almenningur dælir á bílinn sinn.....
Og miðborgin.. uss uss .. en nei nú er komið nóg, ég hef ekki orku í að skrifa allt sem mig langar að skrifa um það.. enda er hægt að skrifa um svo miklu skemmtilegra eins og ............
NÝJU PRINSESSUNA LITLU RÚSLUNA, LITLU SÆTU SKVÍSUNA.... NÝJU VIÐBÓTINA Í SÓLEYJARRIMA .. hún er svo mikið krútt..
TIL HAMINGJU SÓLEYJARRIMA FÓLK OG TIL HAMINGJU ÉG OG EINNIG TIL HAMINGJU AFAR OG ÖMMUR
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli