laugardagur, júlí 19, 2008

það er blessuð blíðan.. já hún er sko blessuð

Jæja hvað er búið að gerast.. hmm

Tónleikar með Sigurrós og Björk,, ég fór á þá
Svo núna síðast þá fór ég norður í Hrafnagil á "ættarmót" .. já þið verðið að hafa gæsalappirnar með, það er mjög mikilvægt... En já það var semsagt Snorrastæn ættin sem var þar að hittast, bara ef þið hafið misst af því. Kom mér mest á óvart að fréttamenn skildu ekki koma við.. en jæja þeir hafa kannski verið uppteknir..

En já þetta var snilldarhelgi og tjaldið, nei afsakið... fellhýsið með verönd, var sett upp.. og ég hef bara aldrei sofið betur.
En hér eftir verður þetta árleg ferð og ég er strax farin að hlakka til ...

En svo veit ég að margir eru að spyrja sig,, "hvað er Kristín að gera í dag ?" gaman að þú spyrð að því.. Kristín er nefnilega komin í sumarfrí.. já aftur.. og er að þessu sinni að fara að halda á fjöll.. eða allavega á hálendið.. ég er að fara í 8 daga hestaferð á miðvikudaginn, og já ég veit að ég er mjög öfundsverð að þessu.. en ég lofa að segja ykkur hvað það var rosalega gaman þegar ég kem til baka :)

En já ef ég tek þetta sumar aðeins saman.. þá er ég eiginlega búin að búa í ferðatösku svona bróðurpartinn af sumri, það er frekar þröngt en ég hef bjargast.. og ég er ekkert að fara að koma mér uppúr henni.. enda fer ég svo norður helgina 15 ágúst, þar sem að Grálist verður með sýningu í Deiglunni..

En jæja nú er ég hætt, enda nóg að gera eins og ávallt og best að fara að koma sér afstað...

Engin ummæli: