föstudagur, febrúar 10, 2006

ég er djúpt hugsi þessa dagana

já þetta eru skrýtnir dagar get ég sagt ykkur, það samt allt komið í sínar horfur, maður mætir í skólann á morgnanna, enda ekki annað hægt þegar skólastjórinn sjálfur er að kenna haha.. En nú erum við búin að vera í viku í vefsíðugerð og ég skil ekki enn afhverju hann Helgi(headmaster) er ekki orðin gráhærður á okkur, hann hefur endalaust mikla þolinmæði og fær stórt hrós frá mér.. Ég yrði allavega alveg búin að fá nóg af mér ef ég þyrfti að kenna mér á tölvur, og hvað þá er gera heimasíðu. En þetta er allt að koma... þolinmæðin kemur svo með.

En ég er nú aldeilis vitlaus, búin að ljúga alla fulla á því að ég sé að fara í leikhús í kvöld(ætti þá að vera þar núna) og að ég væri að fara út að borða á morgun(ég get nú svosem borðað útí garði) en til ykkar sem haldið að ég muni gera þetta um helgina... þá var ég að ljúga. Það er næsta helgi, ég biðs forláts og vona að engin hafi borið skaða af.

en ég fer í afmæli til Ástu.................

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæhæ

ætla að hætta við partýið 18 febrúar og vera með ljónaungunum mínum í staðinn!!!
kv Bestaskinn

kristin sagði...

það er fínt þar sem að pabbi og Eydís koma þá helgi og ég kann ekki við að stinga af þegar þau koma, enda fá fer ég loks í leikhús