já lífið er ljúft þessa dagana og engin súrindi hér á bæ lengur...
Enda er nóg að gera.
Það er að myndast heildamynd á lokaverkið, eða allavega eins og ég vil hafa það. Byrja að smíða í næstu viku, og þá fer allt að smella og verða klárt.
Svo er allt að gerast í MDL-málum (MDL er semsagt félagsskapur sem að var saman nokkur ljúf ár í Fb og stundaði þar myndlist saman og sófasamræður), allt er þetta myspace að þakka... eða það á stóran hlut í að við erum að sameinast á ný eftir of langan tíma apart...
Þannig að vonandi verður reunion, reyndi að finna gott íslenskt orð fyrir reunion, en eftir miklar hugleiðingar þá fannst það ekki.... enda er varla til rétt og gott orð yfir þegar gamlir MDL-liðar komi saman.
Svo er líka plan að hitta Fríðu Rakel glæpon hahah já þú heitir enn þá Fríða glæpon í símanum mínum... og þú veist afhverju krimmi hahahahaha
En svo er núna helgi og ég ætla ekki á Dillon, ætla bara að vera róleg alla helgina, ætlaði norður í afmæli, en sökum veikinda(ég er ekki veik) þá er það ekki hægt þannig að ég mun bara hafa rólega og fína helgi, enda komin tími til...
föstudagur, mars 17, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Fyrst þegar ég las "það er að myndast heildarmynd á lokaverkið" þá hélt ég að þú værir BÚIN með það. Brá ekki lítið.
hahaha nei nei róleg Karen mín, ég er ekki byrjuð að smíða. En nú er bara að fara að vinda sér í smíðina og þá get ég sagt að ég sé búin..
Skrifa ummæli