já þetta er búin að vera aldeilis fínn dagur... smá vonbrigði en það er í lagi.
Helgin var fín.. ekki eins róleg og hún átti að vera, fór út á laugardaginn. Svo tapaðist sunnudagurinn þar sem að hann fór bara í svefn.
En í dag já þá var farið á stað um 11:00, ég og Fríða "glæpon" haha (say no more) en þetta átti að vera safnardagur, en aularnir við... það er eiginlega allt lokað á Mánudögum. En þá var bara rölt um bæinn og farið á Kaffihús og svo komumst við inn í Listasafn reykjavíkur og á sýningunni hans Guðjóns..(minnir mig) fannst mér að málið snérist um að fylla rýmið og að hann væri strákur sem fyndist gaman að sprengja sprengjur, vorum ekki alveg nógu hrifnar, hljóðverkið eða tónlistarverkið var fínt og ein mynd niðri. En ljósmyndasýningin sem var líka í gangi var mjög flott og húmor.
Svo fórum við líka í gallerý Tukt, það var líka fínt, fengum smá ljósmyndaflashback..
Eftir þetta á áttum við eitthvða gott skilið og fórum í fatarleiðangur og röltum fyrst í rauða kross húsið og svo Rokk og rósir og vá það er greinilegt að second hand er í tísku, enda var allt svo klikkaðslega dýrt þar, en margt þvílíkt flott. Sorglegt hvað þetta var dýrt...
mánudagur, mars 20, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
skil ekki hugmyndafræðina á bak við það að hafa notuð/gömul föt dýr… arrg
einmitt þetta er svo fáránlegt, en nú er þetta inn og þá er þetta selt ungum stúlkum sem vita ekki betur á ofsprengdu verði.. en við hin látum ekki plata okkur ónei ...
Skrifa ummæli