já helgin búin og þá er best að fara yfir það sem átti að gera og það sem var gert.. Já og Grafísk hönnun .. Til hamingju með blaðið ykkar.
En já ég sagðist ætla í leikhús.. og ég fór í leikhús og þetta er snilldarverk.
Eftir leikhús þá var hringt og hringt í Fríðu, já það var hringt oft.. Loks svaraði hún og þá skellti ég mér á Kaffibarinn þar sem hún var og eftir að hafa labbað fjórum sinnum framhjá henni og staðið við hliðina á henni í nokkrar mín, þá fann ég hana... Og það var mikil skemmtun, eftir stutt stopp á Kaffibarnum var haldið áfram reyjavíkurför í snjónum og Hressó var fyrir valinu að þessu sinni og kom ég þangað snjóblaut og köld hahaha. Þar var ég svo bara allt kvöldið, rosa stuð............
Laugardagurinn fór ekki alveg eins og búið var að plana hann, ég fór á flakk og hitti kött og Akureyringa, eða Akureyrabúa sem voru komnir með Mosa á kattarsýninguna og til hamingju Mosi töffari... En svo fór ég til Júlíu og við borðuðum saman og horfðum á dvd og og þegar líða tók á nótt þá sofnaði ég...
Já þannig að ég fór ekki á Dillon, eins og áætlað var. En þetta var fín helgi og meira hef ég ekki að segja að sinni. ég veit ekkert hvenær ég ætla aftur norður..
sunnudagur, mars 12, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli