já fína fólk þá er það komið á hreint (eins og þeir vita sem hlustuðu á Hönnu og Karen á Rás 2 í morgun) þá verður sýningin fram á fimmtudag sem er bara ekkert annað en frábært. Enda verður sýningin fram yfir útskrift og það er rosa gott. En já það var opnun í gær og þetta var dúndur opnun hjá okkur... Snyttur, yfir 500 ostapinnar og gos(og já við gerðum ostapinnana) og svo var sól á himni og inni..(rím í gangi) og ótrúlega mikið af fólki og allir rosa ánægðir með okkur(við erum svo frábær). Enda eins gott að fá eitthvað credit eftir alla þessa vinnu sem við erum búin að leggja á okkur, og já svo kíkti Hannes safnstjóri í heimsókn.. En svo eftir að allir voru farnir eftir 18:00 þá settumst við í andyrið okkar og drukkum bjórinn sem að okkur var gefinn og þótt að þetta var bara lítill trítill bjór(33 ) þá var hann alveg að virka á okkar þreytta heila.
En nú er dagur tvö, þar sem að við fengum framlengingu jjííbbíi og enn er sól á himni og enn er til bjór ... Svo er bara að drattast norður (þeir sem ekki eru hérna norðan) á sýninguna okkar.
Svo ætla ég að verða menningarleg í dag og kíkja á sýninguna upp í skóla hjá hinu liðinu, maður hefur ekkert haft tíma til þess enda hefur punkturinn átt líf mitt og sál síðustu daga og nætur, já næturnar mig dreymir...
sunnudagur, maí 14, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég kem sko á miðvikudaginn og skoða sýninguna hjá ykkur!!
hlakka geggt til
kveðja Bestaskinn
Þetta var frábær sýning hjá ykkur, til hamingju öllsömul, kv. ásdís
Skrifa ummæli