föstudagur, maí 12, 2006

ÚTSKRIFTARSÝNINGARHELGIN Í RÝMI

já þá er komið að því góðir hálsar... en byrjum frá byrjun.

Þessar undanfarnar vikur, þá aðallega síðust tvær hafa verið killervikur (og ég ýki aldrei.. nei það er satt) og líkaminn minn er löngu farin að öskra á frí á Havaí, eða allavega bara smá frí og svefn.
En svo loks í gærkvöldi lukum við svona við að gera það helsta í punktinum, enda er lokað í dag þar sem að við erum hjá prófdómurunum í dag. Já þá verður maður að getað varið verkið sitt vel, ég er róleg eins og lamb á beit. (eru þau ekki annars alltaf róleg á beit)..

En eftir að hafa unnið í allann gærdag og rétt svo stoppað til að borða í hádeginu þá fór ég loks að bera út boðskortin um 20:30 og komst heim til mín um 22:00 og var þá búin að labba í hitalofti, snjó og hagli.

En aftur að þá er komið að því góðir hálsar...

ÚTSKRIFTARSÝNINGIN OKKAR SEM VERÐUR HALDIN Í RÝMI, ÞRIÐJU HÆÐ LISTASAFNS AKUREYRAR. Nýja rýmið þeirra. þar sem að gamli punkturinn var. og ef þetta verður ekki flott sýning, enda erum við búin að taka allann punktinn í gegn og hann er orðin sjúkur og hvítur, og bara við erum búin að vera rosa dugleg, enda frábær og duglegur hópur..........
En eins og alltaf þegar það er svona ákeðinn hópur að sýna saman þá er tekist á og það hefur alveg verið gert hérna, en allt var það leyst og ef einhver fór í fýlu... þá fékk sá bara að vera í sinni fýlu, það var ekkert verið að sleika það upp. En ég er sátt og þá er mér sama um aðra ahahhaahah

En nú er ég farin að taka mig til fyrir prófdómara, fara yfir greinagerð og texta.

1 ummæli:

Karen Dúa sagði...

ég er nokkuð viss um að ef einhver fór í fýlu þá er það fýla sem hlýtur að vera rokin út í veður og vind vegna þess að þetta verður svo stórkostleg sýning... :) Sjáumst!