dagurinn sem við öll höfum verið að bíða eftir, (öll, þá meina ég okkur útkskriftarhópinn) í dag mun það gerast að okkur er afhent skjal eða mappa sem Soffía hefur fagurlega búið til og inn í þessari yndisfögru möppu er skjalið.. Og þá erum við hólpinn og frjáls, að vísu eftir að kassinn minn er brunninn en hann verður brenndur eftir útskrift. Og það er ekki slæmt að þessi fagri og góði dagur byrji með sól og hita. Já loksins er þetta búið þetta mikla ferli en eins og þið vitið þá er sýningin ekki búin enn.
En maður er ekki alveg að ná þessu að ég á bara eftir að sofa eina nótt í þessari íbúð sem ég er stödd í núna og svo aldrei aldrei meir. Þetta er stór tímapunktur sem upplitast bæði af söknuði og trega og svo gleði yfir að þetta sé búið. Þessum Akureyrarkafla er lokið, en það þýðir samt ekki að útskriftarhópkaflanum sé lokið, nei þessi hópur mun halda áfram að hittast og gera sniðuga hluti saman enda sterkur, ólíkur en góður hópur.
En nú er best að fara að hætta þessum vangaveltum og klára að pakka síðustu dropunum og koma sér út í sólina sem ákvað að veita okkur þann heiður að skína skært fyrir okkur í dag á þessum merkadegi.
miðvikudagur, maí 17, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Til hamingju með útskriftina. Ætli þú sért ekki sú fyrsta úr MDL sem færð gráðu sem myndlistarmaður, ekki slæmt það :)
Skrifa ummæli