sunnudagur, maí 21, 2006

spennufallinu fer að ljúka og allt fer að fara í sitt daglega horf

já þá fer þessari klikkun að ljúka sem er búin að vera í gangi síðustu vikur, margar vikur. En svo byrjar bara vinnan á morgun, þannig að lífið fer að fara í sína rétta rútínu aftur á morgun.

Svo eru búnar að vera þrjár veislur þessa helgi: skírn (skírt var nafnið Pétur), þrítugsafmæli(nei nei ekki mitt strax, heldur Jóhanna) og svo smá útskriftarveisla hérna upp í viðarrima í dag(já það var mín). Þannig að át er sett á hold, eða bið í nokkra daga sökum mikillar átu í þessum veislum. Hefði samt getað etið meira í afmælinu en sökum evróvisíon þá var smá bið á áti.

Já Finnar rokka .....

Engin ummæli: