mánudagur, júní 12, 2006

ekkert að skrifta ekkert að gera

já góða fólk ástæðan fyrir því að ég skrifa ekki er ekki sú að ég vil ekkert tala við ykkur eða að ég sé að "dissa" ykkur á einhvern hátt, heldur þá hef ég bara ekkert að segja... Líf mitt er vinna og svo ekki vinna, það er, þegar ég er ekki að vinna þá er ég í fríi. En fyrir utan það þá er ég að fara norður næstu helgi í útskrift til Sunnu frænku (enda þegar það er hringt í mann þá verður maður að mæta ;)

En svo er auðvitað líka opnun í Dalí hjá Dagrúnu og Línu þar sem að Sigurður Árni er opnunarlistamaðurinn... Þetta verður mikið húllum hæ og rosa flott. Þannig að meira hef ég ekki að segja. Þar til ég hef eitthvað betra að segja þá kveð ég í bili og þið sem eruð á tónleikunum núna... góða skemmtun (Roger Waters)

Engin ummæli: