miðvikudagur, júní 14, 2006

þvottamiðar

já þið kannski spyrjið......
En já þvottamiðar eru nokkuð sem að við öll þekkjum enda eru þeir á öllum okkar fötum. En það sem fæstir vita þá er þetta ágætis lesning, já gott fólk skoðið þið nú miðana ykkar, ég gerði það í dag, tók mig til og skoðaði miðann á Nikitabuxunum mínum og þetta var bara fínasta lesning, nei mér leiðist ekkert mikið á daginn, mér varð bara starsýnt á miðann, enda er þetta ágætlega stór miði og gott að lesa á hann. og já það kom bros hjá mér. Þannig að skilaboðin mín til ykkar er að lesa ykkar miða...

Svo eitt enn... bók um reykjavík fyrir reykvíkinga... hvað mynduð þið vilja sjá í þeirri bók reykvíkingar og þá er ég að meina ljósmyndir gott fólk....

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það sem maður sér aldrei. Litlu hlutina...