þriðjudagur, júní 27, 2006

it´s a life... já ég er enn starfandi

Til hamingju Boxgellur með laugardaginn og nýju síðuna ykkar.

Ég er í vikufríi og að því tilefni (þar sem ég kemst ekki á landsmót sökum vinnu) þá ákváðum við Júlía að skreppa í útileigu í gær (mánudagur var það) enda ekki gott borgarveður... Þá var tekið allt til sem taka átti til og fengin tjaldvagn og gerð bílaskipti( enda er víst audi svo mikill luxusbíll að það er ekki krókur á honum), þannig að við þrjú (guðmundur óli með í för) fórum á fogus og með vagn upp á Þingvöll. Þar var engin og við komum okkur fyrir á besta staðnum og settum vagninn upp og já líka fortjaldinu og svo var bara tekið upp þetta tjaldbúalíf. Fengið sér heitt kakó og brauð og hitarinn settur á 110. Við skelltum okkur svo smá á rúntinn til að hlýja okkur, fórum í smá göngu og svo aftur inní bíl og keyrðum í átt að Kaldadal og fram hjá Skóarhólum og þá rifjaðist nú upp ýmislegt tengt hestum. Eftir þetta var farið inn í tjald og bara háttað enda ekkert annað að gera, borgarveðrið var komið til Þingvalla.
Svo þegar við vöknuðum í morgun var enn sama veðrið en ekki rigning, þannig að við héldum á rölt(fyrst bílandi) og farið í túristaleik. Við skoðuðum kirkjugarð og kirkju og borðuðum svo á Valhöll þar sem er ekki ódýrt að gista get ég sagt ykkur. Þegar við komum aftur á var farið upp í rúm og sem betur fer.. það rigndi ekki bara eldi og brennisteinum heldur líka eldkúlum og sprengiefnum þar sem að hávaðinn var svo mikill þegar þessi steypa reið yfir vagninn, sem er nota bene regnheldinn. Eftir þennan regnlúr var bara pakkað og brunað í bæinn, enda sáum við ekki fram á bjartari veður tíma í nánd.. og svo var sól í bænum. Þannig að fyrsta útileiga sumarsins var fín en blaut á köflum, en sem betur fer lenti tjaldvagninn bara í bleytunni ..

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hihihi besta útilega ársins;o) hingað til alla vegna við gerum bara aðra tilraun fljótlega!!
kveðja Bestaskinn