Já þá er þessu nú að ljúka í kvöld, þá er ég að tala um Festivalið góða.
Ég of Fríða skelltum okkur í gær og það var svo brilliant veður að við týmdum stundum ekki að fara inn, enda fór það þannig að við sátum í grasinu (já grasið góða Fríða :) )) og sátum í sólbaði og hlustuðum bara á Úplu. En við fórum inn til að horfa á Jan Mayen, Stilluppsteypa voru víst snilld, en við þurftum aðeins að skreppa frá þegar þeir voru að spila. Hairdoctor eru alltaf snilld og stóðu undir þeim væntingum,Kimono er flott band eins Jeff Who? sem ég hef aldrei séð live. Næst síðasta bandið var Leaves sem eru svo sjóaðir að þeir geta ekki klikkað og svo hvað var síðasta bandið og það var Supergrass (aftur með þetta blessaða gras ;)) Sem voru bara bara snilld og það var allt fullt í tjaldinu og festival stemmningin var alveg á suðurpunkti, enda á allri þessari hátíð þá hefur maður ekki séð ein slagsmál, og securitas gaurarnir eru bara að nice vinnu, eru bara að rölta og borða pitsur. Love, peace and happiness... En það er eitt svo krúttlegt, hann Leifur sagði mér og Fríðu frá Tjaldhreiðri sem væri á miðju bílaplani og við fórum að skoða og það var svo sætt. Hann var eins og kóngur, það var búið að setja keilur í kringum hann og hann fékk sko alveg að vera í friði greyið.
En í dag er svo lokadagur og þá munu stíga á stokk : Nortón,Hermigervill, Forgotten Lores,Johnny sexual, Flís&Bogomil font, Kid Carper(frá UK) svo Dr. spock, ghostigital,Esg(UK) og svo síðastir eru Trabant. Þannig að þetta verður frábært kvöld og ég er svo búin eftir þessa helgi á líkama, sál og á andlegu hliðinni, en ótrúlega kát með þessa frábæru helgi
sunnudagur, júní 04, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli