já nú þegar fer að nálgast sumarlok þá á maður alltaf að gera upp sumarið... svona til að svekkja sig aðeins, þar sem að maður hefur ekki staðið við helmingin af því sem að maður ætlaði að gera..
En allavega, ég sagðist ætla að vinna... ég stóð við það
ég sagðist ætla að klára myndina hennar Ásu... stóð ekki við það (en það er í vinnslu)
ég sagðist ætla að bjóða Ásu í humar og hvítvín.... úpps. stóð ekki við það (en það mun koma)
ég sagðist ætla til Amsterdam... stóð ekki við það (en sá tími mun koma)
ég sagðist ætla að vera dugleg listalega séð.... ég keypti skyssubók....
ég sagðist ætla í sveitina.... hef farið einu sinni þannig að ég sveik það ekki alveg
ég sagðist ætla að eiga líf utan vinnu í sumar.... stóð ekki við það, en ég alls ekki að kvarta
ég sagðist ætla að djamma með Ásu.... stóð ekki við það.. en okkar tími mun koma
ég sagðist ætla að vera dugleg að fara norður.... stóð við það einu sinni, opnun Dalí..
ég sagðist ætla að vera menningarleg með Fríðu... stóðum við það einu sinni... eftir nokkrar tilraunir.
þetta er svona brot af listanum. En eins og sést þá er ekki mikið hægt að treysta á mig á sumrin, allavega ekki þetta sumar sem er senn að líða, en svona er það bara þegar fólk skemmtir sér svona í vinnunni, þá bara er ekki tími fyrir neitt annað.
En að lokum vil ég segja að ég mun samt standa við mínar skyldur, og ef ég hef lofað ykkur einhverju í byrjun sumars þá látið mig vita, og Guðrún ef þú lest þetta þá er ég (sauður)loks að fara að klára myndina þína, já ég hef ekki gleymt þér Guðrún mín.
Svo bara go Magni, þótt að ég hafi ekki kosið hann, þar sem að ég fattaði að þegar ég ætlaði að kjósa þá kunni ég það ekki, var ekki búin að vera að horfa á þáttinn. Þannig að ég treysti bara á ykkur hin, og auðvitað brugðust þið mér ekki.... haha
fimmtudagur, ágúst 31, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli