fimmtudagur, september 07, 2006

rauð fín kónguló

já þá er það komið á hreint.. sumarið ætlar að enda eins og það byrjaði.. með rigningu..

Og þótt að sumir geta bara hoppað upp í næstu vél (nú er ég að tala um mömmu og Gulla, sem ákváðu einn laugardag að panta sér ferð og eru nú stödd á sumarstað), þá halda aðrir sig bara í rigningunni, en ég er nú inni með hitarann á fullu og horfi á rigninguna þannig að ég ætti ekki að vera að kvarta.. enda les ég bara blöðin og hlusta á Pandoru þannig að ég er í góðum málum.

En vá hvað gærdagurinn var ekki góður dagur, þetta var hræðilegur dagur. Ég skal bara segja ykkur... sko ég vaknaði og var drullu þreytt enda ákvað ég að vaka eftir rockstar og kjósa svona einu sinni(þar sem að ég var alveg viss um að nú væri Magnatími kominn) þannig að ósofin mætti ég í vinnu og það var allt í góðu þar en svo fór ég að fá þennan stingandi hausverk(og ég er yfirleitt með hausverk en þessi var mjög illur skratti) og var alveg að bilast og svo eftir vinnu fór ég bara beint heim, enda með sjóntruflanir á háu plani og hausverk á enn hærri plani og svimi og allur sá pakki .. Svo fór ég heim og svaf í svona 4 tíma og var enn með verk, þetta var meira að segja orðið svo slæmt að ég fór fram og athugaði hvort að það væru til einhverjar hausverkapillur(þeir sem mig þekkja vita að ég tek aldrei pillur við neinu, varla pencilin,þannig nú lá mikið við) eða bólgueyðandi(enda var þetta allt vöðvabólgu að kenna), en nei það voru engar pillur til þannig að ég fór aftur upp í rúm og lá þar í kvölum mínum þar til ég sofnaði (en náði samt að kveikja til að sjá hver færi heim í rockstar..) en svo vaknaði ég í morgun, og er enn með hausverk en mun lifa hann nokkurn vegin af,ef ég bara er með rólegar hreyfingar og það er lítið mál fyrir mig..

En að öðru máli....ég á um 10 daga eftir í vinnunni og þá mun ég hverfa á braut tjalda og fara á braut sveita...

já svo þetta með stóru fínu feitu rauðu kóngulóna, þá sá ég hana á röltinu hérna áðan, en ég var ekki bitin en sá miskilingur var komin í loftið, ég er óbitin...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég vona að þér líði betur eftir að hafa farið í nudd dúllan mín
farðu nú vel með þig
knús og kossar
bestaskinn