miðvikudagur, janúar 17, 2007

Hlynur og dead.... finasta blanda

já ég var mjög ánægð þegar ég sá hann Hlyn Halls í blaðinu gær, eða blöðunum.. Enda tilvalið að draga aðeins athyglina frá útvarpslögunum, enda flestir að fá sig full sadda á þeirri umræðu..... En já greyið, það muna nú flestir eftir umtalinu sem hann Hlynur fékk í fyrra þegar hann mætti ekki með bindi á hið háa Alþingi og svo þegar hann mætir með bindi þá fær hann einnig umtal og myndir í blöðum og lendir í fréttum sjónvarps... En já það var flott hjá honum að mæta í þessum jakka líka og er ég jafn hissa og Hlynur á að svona fáir á hinu háa Alþingi skuli þekkja ljóð jónasar, Ferðalok. En 1000 prik til Hlyns :)

og ég mæli eindregið með Liborius, dýrt en flott hönnun

En jæja best að fara að semja eitthvað um mig frá vöggu til (ekki grafar 7,9,13) í dag.... afhverju ? sýningin mín sem verður 3 feb... eru það kannski að verða leið á lesa um sýningu 3 feb... well þið verðið að þola það til 3 feb...sorry ... :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég líka , Vúbbí !
verst að vera ekki á norðurlandinu á opnuninni )O: