heyrði að það væri víst komin miðvikudagur...merkilegt hvað tíminn líður þegar maður gerir ekkert allann daginn...
nei nei ég geri margt yfir daginn,þótt að ekki sé hægt að tala um VINNU VINNU(sem maður vaknar upp til að fara í og svo í lok mánaðar þá fær maður pening fyrir það sem maður er búin að vera að gera yfir mánuðinn) en ég virðist samt hafa nóg fyrir stafni og nei ég sef ekki til hádegis. Fer að sofa eftir miðnætti og vakna fyrir hádegi.. en nóg um mig, enda þátti þetta blessaða blogg ekki að fjalla um mína ævisögu... þið getið lesið um hana í bókinni sem kemur út þegar ég verð fræg á leið á sýningu í París... (skiljið sem skila eiga :) )
En okey ég veit að það er ekki mánudagur en það er M-dagur og ég gat bara ekki orða bundinst...
Okey nú er búið að lögleiða vændi á Íslandi og nú má selja sig og kaupa og þegar að hinn hátt...lágt virti alþingismaður Sigurður Kári (sem ég hef bara aldrei náð að fíla) var spurður hvort að hann hefði ekki áhyggjur af því að nú færi að berast hingað inn vændishringir og þess háttar þá svaraði "hinn háttvirti" Siggi "nei það er svo lítill markaður hér á landi"...
okey þá spyr ég "hvernig heldur þú minn kæri Siggi, að þetta hafi byrjað í öðrum löndum..... þetta byrjaði allt sem lítill markaður sem varð stærri og stærri" Ég meina það er betra að byrja smátt og svo stækkar það og stækkar.. er það ekki það sem við segjum börnum okkar (þið sem eigið börn..) að því fleiri krónur sem þú setur í baukinn því stærri verður hann....
Þannig að þegar að þingmaður segir að þetta sé svo lítill markaður, finnst mér það bera vott um heimsku viðkomandi, og vona ég innilega hans vegna að ekkert verði af þessu, annars mun ég aldrei gleyma þessum heimsku heimsku orðum hans....
með þessum orðum kveð ég Sigga og vona að hann læri að eitt smátt gerir margt stórt.
miðvikudagur, mars 21, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli