mánudagur, mars 19, 2007

manudagur..timi fyrir orð

já mánudagar eru góðir dagar fyrir orð, þá getur maður farið yfir gömlu vikuna og greint aðeins þessa nýju.

En síðasta vika var síðasta vika.......páskar eru að koma.. og það þýðir vestur,norður,rvk.. hvað verður fyrir valinu er ekki gott að segja, en fyrir svona tónlistarnörda eins og mig þá er þetta mjög alvarlegt mál og valkvíðamál á háu stigi. það eru tónleikar á Nasa 1 apríl (forma), svo er auðvita Aldrei fór ég suður á ísó og ef Blonde redhead væru ekki að spila á væri þetta ekki svona mikið mál, en þau eru að spila og eru ekki að auðvelda mér hlutina. Síðan er auðvita upphaf tónleikaferðalags Bjarkar í Laugardalshöll 9 apríl og mig langar á allt. Okey ég veit að blonde redhead eru að spila í reykjavik líka 5 eða 6 apríl en þá þarf maður að borga sig inn á það.. en þetta kemur allt í ljós enda nægur tími til stefni, næstum því 3 vikur eða 2..

já helgin, ég var víst búin að lofa að fara á opnanir en það brást, ég brást........ Rassi gerði mér mikinn óleik og var með sína opnun á Fimmtudaginn, ég veit samt ekki afhverju hann gerði mér óleik með því, ég vildi bara koma þessu yfir á hann... en okey til að vera alveg hreinskilinn þá var ég mjög ólistarleg um helgina(fyrir utan að grunna á striga), og var að hjálpa Júlíu smá í húsinu á laugardaginn,tel ég það vera fína afsökun.

ég var í fjöruferð í dag með myndavél að vopni.. ég var búin að gleyma hvað sjór er "góður" á bragðið..

tónlistarhornið okkar
Badly Drawn boy tróð óvænt upp með Sniglabandinu á Gauknum 16. janúar 2001... örugglega við mikinn fögnuð áhorfenda, fyrir ykkur sem vitið kannski ekki hver hann er þá er hann Bretinn með húfuna..

ég er farin að borða...........

þangað til næst...verið góð við menn og mýs

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Allaveganna mýs !