ég fór í partý um helgina.. langaði bara að deila því með ykkur, þar sem að daman ég fer eiginlega aldrei í partý núorðið, það er svona þegar aldur færist yfir hæðir eða kannski er ástæðan bara þreyta djammsins, enda virðist það aldrei breytast. Sama hversu sjaldan maður fer út þá hittir maður alltaf sama fólkið(fyrir utan dömurnar á Rex, sem voru að selja sig þarna, ég hitti þær ekki reglulega, reyni að forðast svoleiðis félagsskap). En ég er ekki að kvarta yfir laugardagskvöldinu, þótt ég hafi rekist á Svanlaug. Enda var þetta bara fínasta skemmtun. En Ása ég fór aldrei á Dillon,við fórum svo seint í bæinn klukkan var um 3. En við fórum þá fyrst á Celtic og hittum Magga og félaga sem var fjör,en því miður var það ekki langt stop(og ég sem var komin í fínar samræður við hann Jón) og svo, já okey ég skal segja það...Dubliners úff úff enda rakst ég á Svanlaug þar... i don´t need to say anymore, svo var komið að Rex sem kom mér á óvart: Þessi staður fræga fólksins olli mér smá vonbrigðum sérstaklega þetta með "the working girls" enda voru þær ekki einu sinni myndalegar. en það voru fínir sófar og stólar þarna sem voru vel nýttir í setu.. Svo eftir þessa ágætu reynslu var haldið heim á leið með taxa og hausverk sem hélt partý..
ég er loksins búin að taka fram olíulitina mína aftur og striga og trönur og er að fara að gera seríumyndir, mun samt ekki segja meira um þær fyrr en ég er komin á einhverja leið, en eitt get ég sagt ykkur.... þetta verða dökkar,dimmar og ekki litaglaðar myndir, kannski litaglaðar en þá dökklitaglaðar......
fróðleikshornið litla
þegar death in vegas spila læv þá er það 9 manna band.... hey næstum bara eins og Benni hemm hemm
mánudagur, mars 26, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hahahah
við skemmtum okkur nú geggjað vel!!
kveðja Bestaskinn
Skrifa ummæli