mánudagur, mars 05, 2007

mánudagur fyrir norðan

ég er að hugsa um að skrifa alltaf blogg á mánudögum, þá geta þau öll byrjað á "mánudagur...."

hvað þýðir það þegar það er komin mánudagur... já þá er helgin búin

laugardagur... vaknaði, fór á fætur.. ekki endilega í þessari röð.

En allavega þá var þetta fínasta helgi, ég fór á opnun í Dalí, en þar var Spessi ljósmyndari að opna, og það var heljar mikið fjör og ekki versnaði það þegar 3 vaskir sveinar komu inn, en það voru þeir Óliver, Gestur og Óli. Steinn var þegar mættur þannig að það var laugvetningagengi þarna og vakti það mikla lukku og kátínu meðal almennings, en þessir fjórir vösku herramenn fengu nokkuð gott og flott viðurnefni en þeir urður þarna á einu bretti allir kærastarnir mínir, þannig að þetta kvöld þá fór ég frá því að eiga 0 kærasta í að eiga 4... geri aðrir betur..

En síðar það sama kvöld fór ég til Ásu í afmæli, þar að vísu kom Steinn grafalvarlegur og var að leita að mér fyrir einhvern sem ég hafði ætlað að hitta á Karó en ekki látið hann hafa númerið mitt.. og ég fór (á meðan biðu allir spenntir damm damm damm damm) þá voru þetta 4 vaskir sveinar,þannig að ég settist smá hjá þeim með glas og var að útskýra mínu miklu sýningu hahaha.
þegar ég mætti aftur til Ásu byrjuðu yfirheyrslur, sem ég náði að svara vel og vandlega og enn á lífi.
síðan bara hélt fjörið áfram eitthvað frameftir, með bollu í 10 lítra fötu meðferðist....don´t ask people

Á sunnudeginum rölti ég í Boxið til Kristínar Helgu og sá flotta verkið hennar og bjallaði þar smá við hana, labbaði svo niður stigann(veit ekki hvað það eru mörg þrep) og fór og kíkti á Snorra sem var líka flottur

well nú er ég orðin stafa og orðatóm og er kalt á höndunum

En já tónlistarfróðleiksmoli dagsins í dag er...
aphex Twin er sá sami og Richard d. james (okey þessi var hálf glataður, enda vissu þetta margir, en ég sagðist vera orðin orðatóm)kem með betri næst.

okey einn hérna frekar tilgangslaust að vita en well...
í lokaseríunni af Friends, þá kemur nafn Bjarkar fyrir þegar joey er í spurningarkeppninni

þangað til næst...

Engin ummæli: