já ég veit að það er ekki mánudagur,ef það er þá hef ég sofið af mér sunnudaginn, en það gerði ég ekki þannig að það hlýtur að vera sunnudagur...
En Laugardagur var dagurinn...
Hann hófst á Kaffi Karólínu þar sem að hún var Karen var með opnun á málverkum,rosalega flottar myndir og mæli ég með að allir fari og skoði,svo eftir setu þar í smá tíma var rölt upp í Deiglu og svo á listasafnið og svo í boxið, ég gleymdi samt að kíkja í gallerý jv. En okey, nú spyrð þú hvaða fart þetta hafi verið á okkur og þá svara ég, Karen á Karó/bernskubrek (myndir eftir listamenn frá því að þeir voru börn)í deiglunni/ljósmyndir á listasafninu/Hlynur í Boxinu/Guðmundur Ármann í gallerýinu hans Jónasar... þetta var pakkstúttfullur laugardagur og eftir þetta mikla og erfiða rölt okkar þá var haldið á vit nýrra ævintýra heima hjá Guðrúnu Vöku,sem á ævintýralegan grænan vask. Þar inni (ekki hjá græna vaskinum samt) sátum við útksriftarmálunarnemar og drukkum ýmsa rauðvíns,bjór og cola drykki og átum ýmiskonar pitsu með og án sultu...
það var 99 %mæting þar sem að einn meðlimur þessa hóps var að mjálma í reykjavík.
En við sátum bara frameftir kvöldi og höfðum það bara alveg glimmer-andi gott,seinna röltum við Karen á Karó og sátum þar í góðum samræðum við fólk og menn og enduðum svo á að rölta með Steini á kaffi Ak og eftir það tvístruðust leiðir og hver hélt til síns heima..
þannig að þessi laugardagur verður seint toppaður, enda langt í að hann komi aftur, það er heilt ár í næsta 10 mars.
tónlistarhornið..
muna eftir Aldrei fór ég suður ...ég fer að koma með heimspekilegar og vitrænar umfjallanir hérna í tónlistarhorninu..all in good time my love..all in good time(þetta er stolið og ég skammast mín ekkert fyrir það)
mæli svo með sunnudags eða mánudagsrúnt til akureyrar, fæ ég svo far aftur í bæinn?
þangað til næst.... i will be back... i always come back.. i will, i´m not kidding
sunnudagur, mars 11, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæ, bara að benda á að ég er flutt:
http://kaaber.blog.is
Kv,
Ra
P.S. veru í bandi þegar þú ert í bænum og langar að menningast memmér ;o)
Skrifa ummæli