miðvikudagur, apríl 25, 2007

hvernig ætli se að vera lofthræddur fugl....



ég sá fugl upp á ljósastaur,reyndar sá ég tvo á sitthvorum staurnum, og þá fór ég að pæla... það er frekar hátt fall af svona staurum, já fuglar hafa vængi og geta flogið af staurnum. En samt ... hvað ef maður væri fugl sem væri upp á staur og fattaði allt í einu að maður(fugl) væri lofthræddur... þá væri maður fugl í helvíti slæmum málum..

eða ormum með innilokunarkennd..

Nei ég var að drekka terpentínu, þefaði ekki einu sinni af henni..

Aaaanyway... það er norðurferð næstu helgi, sem þýðir að maður kíkir á Karólínu og fer í fermingu, er að spá í hvaða fötum ég á að fara í hmmm, kannski jóla,áramóta,veislukjólnum...

já ég á við mörg vandamál að stríða... fugl með lofthræðslu, orm með innilokunarkennd og fermingarföt .... það er erfitt að vera ég... Nei nei þetta var nú bara grín, enda kallast þetta yfirborðsleg vandamál sem skipta í raun engu máli, en ég fann hjá mér mikla þörf til að deila þessu með ykkur

En nú er að koma sumar, kemur um leið og það hættir að rigna, þá er gott að fara yfir það sem maður ætlar sér að gera í sumar, sumarheit(eins og áramóta heit, sem ég er löngu hætt að efna þar sem að ég brýt alltaf þessi heit)
en ég reyni að gera svona sumarheit svo ég geti brotið þau seinna...
1. fara í margar margar menningafyllerísferðir (heyriru það Fríða.... nú verður brett upp á ermar og haldið af stað)
2.fara einstaka sinnum út á lífið ...( hef fengið margar kvartanir um lélegt tjúttlíf hjá mér)
3.vera góð við kóngulær
4. svo allt hitt sem ég nefni ekki hér.. engin sérstök ástæða fyrir því, ég bara man ekki neitt meira

þangað til næst... þá skulum við syngja saman

Engin ummæli: