mánudagur, maí 07, 2007

101..

já þetta er póstur númer 101...

Þeir sem mig þekkja vita að ég er hið mesta gæðablóð og þolinmóð með eindæmum og geðgóð... það mætti setja mig í flokk með Dali lama, við erum með álíka mikla hugarró.....

En jafnvel Dali Lama reiðist(hef ég að vísu engan vitnisburð um það... en maður, jú hann er maður er nú mannlegur) og einnig ég(hef vitnisburð um það) og eitt slíkt gerðist í morgun.. Okey ég skal bara segja söguna frá byrjun.

það var um svona rétt fyrir 8 að ég vaknaði.... og fór svo fram um hálf 9 og þetta leit út fyrir að ætla að vera frábær dagur, sól og syngjandi fuglar úti og tilhugsunin um að fara að hjóla á nýja hjólinu dreif mig af stað. En fyrst ætlaði ég að hækka stýrið, allt leit vel út ég sá að ég gat skrúfað þetta þarna í sundur og tekið þessar skrúfur... já ég vissi hvað þurfti að gera......
Fann ekki sexkant sem var nógu breiður, tók þá borvélina og reddaði þessu þannig, náði loks að skrúfa(hjólið er ekki komið með standara ennþá þannig að ég þurfti líka að halda því uppi) okey eftir langan tíma að reyna koma þessum skrúfum úr þá hafðist það...... en til að gera langa og sársaukafulla sögu stutta. Þá var mikið um blót, mikið blót og barssmíðar og ég var kýld utanundir af borvél, var að hugsa um að kæra... en er ekki viss hvort ég myndi vinna. En eftir um 2 tíma af blóti, ofbelti og hugsun um að brenna hjólið, þá andaði ég léttar og setti helvítið saman, já ég náði sem sagt ekki að hækka stýrið... og ákvað bara að koma mér af stað og játa mig sigraða....

En nei þetta var ekki búið þá, þá er sagan um rauða hjálminn eftir.....
Ég var heillengi að ná að setja hann í rétta stærð, böndinn voru annað hvort of stutt eða of löng... en svo loks,loks kom þetta og brosið var næstum alveg komið... þegar (það eru smellur sem þarf að opna til að laga böndið) ég smellti smellunni og beint á puttann, þannig að það var bara stykki sem að klemmmmdist á milli og brosið fór af um leið og nokkur ný blótsyrði urðu til...

En hjálmurinn fór á og plástur á puttann og hjólinu komið út og á bak... nei nei þá heyrðust einhverjir skruðningar sem ætluðu ekkert að hætta þannig að ég hjólaði aftur heim og fór yfir allt hel... hjólið og fann ástæðuna.. og okey ég skal taka þetta á mig.. þetta var lásinn sem fór alltaf í afturhjólið...

En nú er langt liðið á dag, ég komst heil úr hjólatúrnum, Gulli er búin að hækka stýrið... og svo merkilegast af ÖLLU


ÉG ER BÚIN AÐ FARA Í 12TÓNA OG FÁ MÉR BJARKARDISKINN VOLTA...

happy volta-day people og passið ykkur á hjólunum, þetta eru stundum tæki hina illu

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dalai Lama hefur aldrei reiðst og hann er ekki mannlegur þannig að sorrý... Getur greinilega ekki flokkað þig með honum lengur:( heh
Og smá sem tilheyrir síðasta bloggi.. Það er svo stutt frá Grafarvogi uppí Mosó.. að það ætti eiginlega bara að kallast steinsnar frá;) Hjólaðu frekar hérna niður í 105 til mín;) hehehD:D
Kv. Hildur co-veislustjóri

kristin sagði...

ég hjólaði oft í 105 í vinnuna einu sinni... þannig að mér eru allar leiðir færar :) okey dalai lama var kannski ekki besta viðmiðunin...

Nafnlaus sagði...

Fáðu þér mótorhjól og hættu svo að fikta í þessum stórhættulegu reiðhjólum.