sunnudagur, maí 13, 2007
Royal de Luxe bjargaði helginni
já hvað getur maður sagt.... ef það væri ekki fyrir Listahátíð og franska götuleikhússins Royal de Lux,þá væri þessi helgi hálf misheppnuð..Ekki nóg með það að við töpuðum í evrovision ( er föst á því að við eigum að hætta þessari vitleysu), heldur hélt ríkisstjórnin velli, vísu var að tvísýnt alveg fram að síðustu tölum, þannig að þetta var spennandi kostningavaka, ég vona samt að Framsókn sjái sóma sinn í því að draga sig úr, þar sem að þeirra fylgi var yfrleitt verra á flestum stöðum en í síðustu kostningum. Enda verð ég að segja án þess að ég ætla að vera neitt leiðinleg... þá held ég að framsókn eigi metið í að hafa leiðinlegt og óspennandi fólk í flokknum sínum og þurfa þau að fara að taka sig verulega á ef þau ætla að ná einhverjum hæðum á ný...
En nóg um pólitík...
tölum um Listahátið og mitt uppáhald og yndi... Risessuna
ég er búin að fara á Cobra-sýninguna, flott sýning og gaman að sjá þessi verk svona fyrir framan sig, svo fór ég í Kling&bang í gær ( ekki fara þangað á leið út að borða, borðið áður, lítil stelpa tekur sér bólfestu í listamanninum... og litlar stelpur er ekki alltaf góðar), svo sá ég Roni Horn....
En helgin snerist eiginlega um söguna af Risessunni og pabba hennar, þetta var snilld fram í fingurgóma, enda fylgdi ég henni eftir frá byrjun til enda, og ég hef aldrei séð 8 metra háa brúðu áður sem er svona fríð og góðleg(hef að vísu aldrei séð 8 metra háa Risessu áður), eins og margir hafa sagt og ég segi það líka, þetta var 8 metra há Björk.. En þetta verður upplifun sem gleymist aldrei, enda á ég yfir 300 myndir því til sönnunnar, það er ekki frá því að ég sakni hennar núna :)
þannig að þessari helgi og já auðvitað borginni okkar var bjargað af Risessunni, enda er Risinn farinn í sjóinn og er hættur að skemma bíla bæjarins..
þangað til næst..verð ég í Risessulandi.. farið á myndasíðuna mína og skoðið fleiri myndir af Risessunni og pabba hennar
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hún var sætust.
Skrifa ummæli