miðvikudagur, júní 20, 2007

allt brjálað að gera


já gott fólk það er allt að verða vitlaust....... Það er nóg að gera þessa dagana,vinna,vinna,vinna og tónleikar og ég tala nú ekki um helgarnar.

En þar sem að það er nóg að gera þessa dagana þá gerist ekki margt hjá manni, ég gæti sagt ykkur frá vinnunni en það er auðvitað bannað, enda held ég að fæstir hefðu gaman af sögum úr mínu hversdagslegu vinnulífi,enda er best að skilja vinnuna eftir í vinnunni.

En ég fór á Air í gær og vóooo, þeir eru bara snillingar, vélrænir og flottir með sínum franska enskuhreim, ef ég gæti sett inn hljóðefni hér þá gæti ég talað ensku með frönskum hreim fyrir ykkur... en þið vitið sjálfsagt hvernig það hljómar

Svo fór ég í útskrift síðustu helgi, sem endaði eins og venjuleg laugardagskvöld.. á Dillon og Barnum.

En þar hafi þið það, þetta er það sem er að gerast hjá mér, vinna,vinna,vinna og ef ég er ekki að vinna þá er ég að læra fyrir vinnuna...

En ekki kvarta ég.... :) skemmtið ykkur svo vel á Jónsmessunni dúllurnar mínar

Engin ummæli: