miðvikudagur, júní 27, 2007

nafnlaust

þetta verður nafnlausa bloggið... þeir sem mig þekkja og hafa fengið verk eftir mig vita að ég er ekki mikið fyrir að nefna hluti, hey ég skýrði ekki einu sinni dúkkuna mína þegar ég var yngri. Þannig að ég sleppi þessum hluta núna

En enn er allt á fullu, nema aldrei þessu vant þá var ekki farið á tjútt um helgina, já ég er búin að vera nokkuð dugleg á tjúttinu undanfarnar helgar, en það var í staðinn skellt sér á Apavatn í útileigu,smá Laugarvatnsupprifjanir í leiðinni....

En já nóg að gera á öllum vígstöðum, hausinn minn er á leiðinni að bræða úr sér sökum mikillar hugsunar undanfarna daga, ekki nóg með það ég er búin að vera á námskeiðum alla vikuna og svo vinna til18:00 heldur er ég líka að hugsa um verk sem þarf að vera til 10, júlí og einnig verk sem eiga að vera á sýningu í ágúst hér í bænum... já næsta helgi er semsagt plönuð....

það verða settir saman nokkrir blindrammar
Það verður strekkt á nokkra blindramma
það verður málað
það verður hugsað eitthvað íslenskt...
það verður málað
strekkt á blindramma
skór verða gullsprey-aðir
það verður andað að sér ilmandi lykt af olíulitum,bleki,línolíu, lakki og einnig fleirum eiturilmefnum
var að fá að vita að ég er að fara í partý um helgina, þannig að þá þarf ég aðeins að laga planið mitt...
svo þar á milli verður sofið í nokkra tíma og borðað þegar þess gerist þörf..

En svo er Goldie að koma að spila á Nasa bráðlega......og ég borgaði um 3500 til að láta segja mér að ég þyrfti að fara í sneiðmyndatöku á vinstra hnéi

og eitt til ykkar sem þekkir manninn
Nú ég er búin að sjá hann Sigurð Árna (myndlistamaður.. já hann) hjóla niður á vinnustofuna sína og ég er alveg búin að sjá það út hvers vegna hann eigi svona stórann og sætann hund(sætleikinn kemur þessu samt ekkert við) en þegar hann hjólar þá er hann með hundinn sem auðvitað dregur hann upp allar brekkurnar, verð að spyrja hann um að fá hundinn lánaðann einhverntímann ;)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En þú skrítin. Ég skýri allt! Held ég eigi ekki einn hlut sem ekki heitir sínu eigin nafni, gefur hlutunum persónuleika og þar af leiðandi meira ævintýri...