mánudagur, ágúst 27, 2007

loks á leið í danaveldið og menningarvaka


Já þá er menningarvaka eða akureyrarvakan búin og þetta var frábær laugardagur, fullt um að vera víða í bænum, bæði verið að skrifa á vegg (Steinn hinn mikli) eða verið að sýna stóla og bjóða upp á súpu (gallerý DaLí, samsýning frábærra listamanna frá Tolla til Helga Þorgils til Vigdísar til allra hinna og Snorra Birgis) eða verið með bókverk úr fiskhausum (Þorsteinn í Kom inn, minnsta gallerýi landsins) eða boðið upp á videoverk og popp (boxið, samsýning 23 listamanna) og svo var honum Jónasi Hallgrímssyni gerð góð skil (Ketilhúsið, samsýning) og einnig var boðið að skrifa á veggi pennans (Hlynur Hallsson var með spray-verk) síðan voru grafítarar eða grafítari að graffa (Margeir var að graffa á veggi DaLí) maður gat einnig arkað inn á Listasafnið (samsýning þeirra sem tilnefndir eru til sjónlistarverðlauna í ár) og ég gæti haldið áfram og áfram og einnig áfram.. en ég bara nenni ekki að skrifa það allt, það var svo mikið um að vera og ég tala nú ekki um lokaatriðið.

það í raun byrjaði á tónleikum stórsveit Samúels (Samma úr Jagúar) og ef löppin mín hefði verið í lagi þá hefði ég dansað af mér skóna, þeir voru svo flottir en aulinn ég gleymdi að kaupa diskinn af þeim. Svo kom heljar atriði í lokin og þar sem ég nenni ekki að skrifa um það þá mæli ég með að þið skoðið myndir af því inn á myndasíðunni minni undir Akureyrarvaka....

En allt tekur enda og þetta kvöld gerði það, í populus tremula á tónleikum Leonards Cohens... nei hann mætti ekki, þetta voru heimilistribute-tónleikar... mjög kósý og svo var tölt yfir götuna á Karó... já allar leiðir enda á Karó eða byrja.. allt eftir því hvernig horft er á það... en þar var stappað af listamönnum og fólki, listamenn eru líka fólk og fólk eru líka listamenn... eftir viðveru á Karó var haldið heim... enda stangur dagur að kveldi eða nóttu kominn og varla hægt að toppa hann betur en gert var.....

mæli ég hér með að allir fari á næsta ári á þessa stórmerkilegu hátíð, það er ekkert sparað og allir eru með, ungir og aldnir og betri skemmtun er varla hægt að finna...........

En svo er ég á leið til Köben 21 sept.... yes yes yes yes ég er á leið ég er á leið til Dk ...... hell yeah people...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vei !

Þú ert örugglega alveg að fara að lenda bráðum. Þar að segja ef flugvélin hefur ekki hrapað, prrrr kuldahrollur !

En allavegana, skemmtu þér vel í öllum dönunum.