mánudagur, janúar 21, 2008

Allt að gerast uss uss

Já þetta eru að vísu gamlar fréttir, eða svona 2 vikna gamlar, en hann Guðlaugur Þór frændi komst aldeilis í lukkupottinn þegar við hittum Eli Roth og Eyþór í Nonnabúð.. Ég var að versla smá síðbúnar jólagjafir handa bræðrunum og Guðlaugur sá rosalega flottann bol en Nonni sagði að hann væri sérgerður fyirr manninn fyrir aftan hann og þar stóðu félagarnir og Eli var eins og krakki í nammiverslun, svo æstur var hann í bolinn ,en Guðlaugur reyndi nú samt að ræða við hann en Eli fékk hann. Guðlaugi fannst nú verst að hann Tarantino skildi ekki vera með félögunum sínum.. En Nonni eins frábær og hann er sagðist alltaf vera tilbúinn að prenta séróskir fyrir fólk.

Ég vil nú minna á að KVK er að fara að flytja á laugarveginn í byrjun Febrúars.. endilega að kíkja..

En nóg um föt....

Tölum um pólitík..... ég verð að segja að ég er nú bara nokkuð sátt við þetta og vona að þetta haldist lengur en í 3 mánuði eins og 4 flokkastjórnin var í. Gaman hvað menn eru alltaf hissa og sárir.. En jæja þetta er íslensk pólitík í dag. Ég er að hugsa um að skrifa spennubók sem heitir "Borgarstjórnin... mun hún falla..... da da da daaaaa"

En ég vil koma einu að.... það er mánudagur og ég er að skrifa blogg.........Mánudagsblogg da da da daaaaaaa

En ég fór loks í vinnu aftur eftir viku af aumingjaskap....

En hef ég meira að segja í bili hmmmm... ég var að hugsa um að leggja fyrir ykkur þraut.. ef ég á yfir 370 geisladiska..hvað á ég þá mörg lög ??.... nei þetta poppaði bara upp í hausinn á mér þegar ég var að keyra frá vinnu....Bara svona pæling..

En ég er að hugsa um að fara að byrja aftur á tónlistarfróðleikshorni.....

í næsta bloggi...

heyrðu við sjáumst svo bara næst.

Engin ummæli: