mánudagur, janúar 28, 2008

Þetta eru góðir tímar..

Já nú eru góðir tímar... og Dagur minn.. takktakktakktakktakktakktakk

Já það var einn góðan vetrardag, man ekki alveg hvernig veðrið var þann dag en það var snjór.... Dagur hringdi í mig og hann hringdi aftur, ég hringdi í hann .. svo hringdi hann aftur og á endanum hringdi ég aftur og viti menn, það var svarað og það var Dagur, sem ég var farin að halda að væri týndur.. En okey hann fannst í Hafnarfirði.
Hann var með góðar fréttir, hann var búinn að finna vinnustofu fyrir mig og Ásu í Kópavoginum. Ingunn frænka hans er þarna ásamt fleirum. En ekki talaði ég lengi við Dag (þarf að hringja í hann aftur) heldur truflaði hann matmálstíma Ingunnar og fjölskyldu og við tvær spjölluðum saman. Daginn eftir þá hittumst við á vinnustofunni og mér leist líka svona rosalega vel á staðinn að ég er bara kominn inn... um næstu mánaðarmót. Og þegar hún Ása Kambodiu-fari ákveður að skila sér í snjóinn þá dríf ég hana þangað líka. Nú verður farið að listast á fullu..

En nóg komið að þessari sögu..

Hvað er meiri snilld en Alberto Balsalm með Aphex Twin... sama hversu oft er hlustað á þetta lag, maður fær aldrei nóg...

meiri póstur næst

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

til hamingju með plássið rúsína. . . og vonandi áttu eftir að skapa marga góða hluti þarna inni. . .tíhí
bestu kveðjur frá Dk
kata :)