laugardagur, febrúar 09, 2008

Er fólk fífl......... ?

Var þetta kannski bara rétt hjá Botnleðju um árið þegar þeir sögðu að fólk væri fífl... allavega finnst mér þetta eiga vel við í þessu tilfelli... og hvaða tilfelli er það.. Það er þetta mál með prest-setrið (takið eftir PREST-SETRIÐ) í Laufási......

Þegar maður heyrir um prest-setur þá býst maður við því að þar búi prestur og í velflestum tilfellum er svo, en svo er ekki í Grýtubakkahreppi.. nei nei þau eru með þann barnaskap að neita að fara af jörðinni og fá fólkið í hreppnum með sér.. halló það er engin prestur í þessari fjölskyldu lengur, og ef það er engin prestur þá eiga þau engan rétt til að búa á prestsetri, það bara segir sig sjálft. Okey ef þau vilja kaupa jörðina, fínt þá gera þau það en þau geta ekki ætlast til þess að fá að búa þarna á þeim forsendum sem nú eru í gangi, (að þau leigi hana af prest-sjóði), það bara gengur ekki.

Og hvernig halda þau að sé fyrir nýja prestin að koma til starfa vitandi það að hann er ekki velkomin út af því að það eru einhverjir sauðir og eiginhagsmunarseggir sem vilja jörðina..

Ég þoli ekki svona fólk og ég efast um að hinn látni séra Pétur sé ánægður með gang mála og hann örugglega hreinlega skammast sín fyrir sókn sína.

Vil ég að þetta fólk sjái nú sómann sinn í því að gera það sem að lögin segja til að nýr prestur geti komið að Laufási sem fyrst.

Koma svo ....hætta þessari heimsku og eiginhagsmunasemi.......


Annars er ég bara nokkuð kát, það sjóar sem aldrei fyrr, en í gær ringdi sem aldrei fyrr og blés eins og djöfullinn einn getur blásið og nú koma þrumurnar og eldingarnar að ofan.. þannig að það er spurning hvort að Guð hinn eini hafi verið að lýsa vanþóknun sinni á málin í Grýtubakkahrepp... Burtu með fólkið..

Engin ummæli: